Íkon ehf og Google hafa stofnað til samstarfs um að kynna AdWords þjónustu Google með vefhýsingunni. Þeir sem kaupa vefshýsingu hjá okkur á þessu ári (2009) fá €50 auglýsingainneign hjá Google.
Viðskiptavinir fá í hendurnar inneignarnúmer sem slegið er inn eftir að reikningurinn er stofnaður. Inneignarnúmerið virkar aðeins á AdWords reikninga innan fyrstu 30 daganna eftir að þeir eru stofnaðir. Þess skal geta að aðstoð við uppsetningu AdWords er ekki innifalin. Google fer fram á €10 kaup á auglýsingum við stofnun. Á meðan lært er á kerfið mælum við með fyrirframgreiddum reikningi þ.e. auglýsingar séu eingöngu birtar gegn fyrirframgreiddum inneignum.
Grunn uppsetning á hinum vinsælu og margverðlaunuðu Joomla og Mambo vefumsjónarkerfum og íslenskun á nokkrum textum sem snúa að gestum vefsins. Eigandi vefsins getur tekið við aðlögun hér eða tekið næsta skref sem er aðlögun skapalóns (template).
Viðhaldssamningur fyrir þá sem hafa Joomla og/eða Mambo vefumsjónarkerfi á vefnum sínum. Kerfið er uppfært þegar gefnar eru út öryggisuppfærslur og endurbætur.
Bronz-hýsingin nægir í vefhýsingu lang flestra félaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Hægt er að vera með allt ótakmörkuð netföng og ótakmörkaðan fjölda undirléna og aukaléna. Tilvalið fyrir dæmigerðar heimasíður félaga, fyrirtækja og stofnana.
Silfrið hentar best fyrir þá sem þurfa mikið pláss fyrir einn vef eða eru með marga litla vefi undir sinni stjórn. Bæta má við Silfur plús (4GB) fari plássleysi að segja til sín.