Forsíða
vefhýsing | heimasíður | hýsing | lén :: EÐALNET
Vefrými stækkað - meira fyrir peninginn Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Var orðið þröngt um þig á vefnum? Öll vefsvæði viðskiptavina hafa verið tvöfölduð að stærð þ.e. í geymslurými. Grunnhýsing er nú 600MB, Bronz er 1GB, Silfur 10GB og Silfur plús 20GB. Við vonum að þetta gagnist viðskiptavinum vel. Verð eru óbreytt.

Ath. að við höfum ekki uppfært vefsíðuna með þessum nýju upplýsingum en það verður klárað fljótlega. Breytingin hefur þegar verið gerð á núverandi vefsvæðum viðskiptavina. Bandvídd þ.e. umferðarþak hafa einnig verið hækkað á öllum vefum viðskiptavina. Það er reyndar afar sjaldgæft að vefir rekist upp í þessi þök og við höfum einfaldlega hækkað þau þegar það hefur gerst i þessum fáu tilfellum hafi umferðin verið lögmæt (ekki af völdum innbrots). Allur er varinn þó góður og við hækkum þessi mörk, viðskiptavinum til aukins hagræðis.
 
Ruslpóstur drepinn Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Bæði orðin í fyrirsögninni tengjast hryllingi í huga okkar flestra í nánast öllu öðru samhengi. En þegar þau standa saman eru þau fagnaðarefni jafnvel grandvörustu einstaklingum. 

Nánar...
 
Uppsetning viðbótarléna (Addon domains) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Addon domain er notað til að búa til sjálfstæða vefi með sér eigið lén en undir einni vefhýsingu. Þetta gera menn til að spara sér að kaupa margar hýsingar fyrir vefina sína eða af því það hentar að sýsla með alla vefina undir einum hatti þ.e. einu stjórnborði. Til að fá meiri aðskilnað í umsýslu mismunandi heimasíðna er einfaldast að kaupa tvær vefhýsingar.

Nánar...
 
Uppsetning léna með stjórnborðinu (cPanel) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Til eru tvær megin leiðir við uppsetningu léna á vefsvæðum. Önnur heitir Parked Domains og hin heitir Addon Domains. Parked domain er lén sem er lagt ofan á annað lén og vísar í raun á sömu vefsíðu/heimasíðu. Hjá okkur eru enging takmörk fyrir því hversu mörg lén geta vísað á sömu vefsíðu.

Nánar...
 
Vegna frétta af Heartbleed galla Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Viðskiptavinum okkar er vinsamlegast bent á að tekið var á svonefndum Heartbleed galla á okkar vefþjónum um leið og boð bárust um hann í byrjun apríl 2014. Eftir sem áður, til fyllsta öryggis, er notendum bent á að breyta lykilorðum. Það er ágætt að gera það við og við hvort eð er.
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 4